þriðjudagur, 26. janúar 2010

Hreinar línur


Kristín Rúnarsdóttir opnaði sýningu á verkum sínum í gallerí Crymo föstudaginn 8.janúar kl. 20:00.

Kristín útskrifaðist úr myndlistardeild LHÍ vorið 2009 og hefur verið virkur þátttakandi í starfsemi Crymo frá því það opnaði síðasta sumar. 

Hún hefur lagt áherslu á teikningu og unnið á pappír, á tréplötur og beint inn í ýmis konar rými. Tengsl fagurfræði og hagnýti hafa verið henni hugleikin. Kristín hefur töluvert sótt viðfangsefni sín í heim íþróttanna og reynt að finna á þeim fleti til að vinna úr í myndlistinni. Í verkum hafa verið vísanir í það táknkerfi sem fylgir boltaíþróttum, svo sem þær línur sem notaðar eru til merkinga í íþróttasölum og teikninga sem notaðar eru til að útskýra og lýsa leikkerfum.

Myndin hér að ofanverðu er af módeli sem Kristín gerði af Crymo Gallery. Í verkum sínum leikur Kristín sér með rýmisskynjun.

En hvernig myndi maður flokka list Kristínar?
Hvaða stefnu gæti hún aðhyllst?


S-1
8.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.