fimmtudagur, 28. janúar 2010

Crymo í febrúar


Nokkir meðlimir fara á Supermarket Artfair dagana 16-21 febrúar sem haldin verður í Stokkhólmi. Allt stefnir í skörulega sýningu þar sem hátíðin verður haldin í Kulturhuset við Sergelstorg. Um 60 gallerí og listahópar taka þátt í ár og þátttakendur koma frá 25 löndum.



Vikuna eftir Stokkhólm mun svo helmingurinn af þessum hóp fara til Osló og setja upp sýningu í Galleri 69 undir handsleiðslu Silfáar Þorgrímsdóttur. Opnunin verður 26. febrúar og hópurinn heldur heim á leið þann 28.

http://www.lufthavna.no/galleri

þriðjudagur, 26. janúar 2010

Flow/Line/Details


Flow/ Line/ Details
María Dalberg, Björk Viggósdóttir og Harpa Rún Ólafsdóttir opna 
sýninguna Flow/ Line/ Details þann 23. jan 2010 í gallery 
Crymogæa.

Á neðri hæð gefur á að líta verk Maríu Dalberg, Flow. Flow er 
myndbandsverk þar sem er unnið með handgerða tækni, liti, form, áferð, 
hringhreyfingu, hreyfingu líkama í rými, samspil hljóða og myndar úr 
ólíku umhverfi.

Björk Viggósdóttir sýnir einnig verkið Line á neðri hæð. 
Verkið er vegg innsetning sem unnin er út frá draumsýn. 


Í risinu sýnir Harpa Rún Ólafsdóttir verkið Details. Verkið er 
innsetning sem samanstendur af handmáluðum hauskúpum, skjaldamerkum og 
hekluðum blúndum. Unnið er með sífelda endurtekingu, samspil lita og 
forma og samhverfu.

Hverjir eru kostir og gallar samsýninga?
Geta ólík verk átt í samtali sem úr kemur eitthvað nýtt?

Hreinar línur


Kristín Rúnarsdóttir opnaði sýningu á verkum sínum í gallerí Crymo föstudaginn 8.janúar kl. 20:00.

Kristín útskrifaðist úr myndlistardeild LHÍ vorið 2009 og hefur verið virkur þátttakandi í starfsemi Crymo frá því það opnaði síðasta sumar. 

Hún hefur lagt áherslu á teikningu og unnið á pappír, á tréplötur og beint inn í ýmis konar rými. Tengsl fagurfræði og hagnýti hafa verið henni hugleikin. Kristín hefur töluvert sótt viðfangsefni sín í heim íþróttanna og reynt að finna á þeim fleti til að vinna úr í myndlistinni. Í verkum hafa verið vísanir í það táknkerfi sem fylgir boltaíþróttum, svo sem þær línur sem notaðar eru til merkinga í íþróttasölum og teikninga sem notaðar eru til að útskýra og lýsa leikkerfum.

Myndin hér að ofanverðu er af módeli sem Kristín gerði af Crymo Gallery. Í verkum sínum leikur Kristín sér með rýmisskynjun.

En hvernig myndi maður flokka list Kristínar?
Hvaða stefnu gæti hún aðhyllst?


S-1
8.

Hvað er ljóð?



Eftirfarandi ljósmyndir eru frá sameiginlegu verkefni Nýhils og Crymo- skiptu meðlimir ofanverðra hópa um hlutverk og unnu skáldin myndlist og listamennirnir ljóð.

Hvað fyrir þér er ljóð?
Er munur á gjörningi og ljóðalestri sé hann í höndum myndlistarmanns?