
Flow/ Line/ Details
María Dalberg, Björk Viggósdóttir og Harpa Rún Ólafsdóttir opna
sýninguna Flow/ Line/ Details þann 23. jan 2010 í gallery
Crymogæa.
Á neðri hæð gefur á að líta verk Maríu Dalberg, Flow. Flow er
myndbandsverk þar sem er unnið með handgerða tækni, liti, form, áferð,
hringhreyfingu, hreyfingu líkama í rými, samspil hljóða og myndar úr
ólíku umhverfi.
Björk Viggósdóttir sýnir einnig verkið Line á neðri hæð.
Verkið er vegg innsetning sem unnin er út frá draumsýn.
Í risinu sýnir Harpa Rún Ólafsdóttir verkið Details. Verkið er
innsetning sem samanstendur af handmáluðum hauskúpum, skjaldamerkum og
hekluðum blúndum. Unnið er með sífelda endurtekingu, samspil lita og
forma og samhverfu.
Hverjir eru kostir og gallar samsýninga?
Geta ólík verk átt í samtali sem úr kemur eitthvað nýtt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.